Er ást

Helena Jónsdóttir, kvikmyndaleikstjóri, og Þorvaldur Þorsteinsson, skáld og myndlistarmaður, voru par sem nærðust á skapandi lífskrafti hvers annars. Þar til dauðinn aðskilur eru heit sem ná út fyrir tíma og rúm en Þorvaldur lést árið 2013.

Helena leitar að styrk til að halda áfram með líf sitt og listsköpun samhliða því að koma arfleifð hans í örugga höfn.

UMFJÖLLUN:

"Sterk ást lifir í auðugu dánarbúi hugverkanna" Fréttablaðið

„Voru sem einn andi“ Morgunblaðið

"Fegurðin í sorginni fundin með tónlist" Fréttablaðið

"Hann spurði: "Er ást?" Hún svaraði: "Alltaf" Lestin á Rás 1

Einarinn - áhorfendaverðlaun Skjaldborgar

Er ást hlaut áhorfendaverðlaun Skjaldborgar 2020. Af sóttvarnarástæðum kom það í hlut dómnendar að skera úr um áhorfendaverðlaunin Einarinnn þar sem ekki var hægt að tryggja áhættulausa áhorfendakosningu sökum Covid faraldursins. Dómnefndin samanstóð af leikstjórunum Uglu Hauksdóttur og Grími Hákonarsyni og Veru Illugadóttur, útvarpskonu. Í umsögn þeirra segir: „Höfundur nálgast viðkvæmt viðfangsefni af mikilli næmni og tekst að gera úr áhrifamikið verk. Einlæg og hjartnæm mynd um ástina sem minnir mann á að lifa í augnablikinu og vera þakklátur fyrir hvert andartak.“

Hálfur álfur og Er ást verðlaunaðar á Skjaldborg RÚV